Ég er enn á lífi

Nú eru 2 fyrstu vikurnar á þessu 12 vikna ferðalagi að klárast og ótrúlegt en satt þá er ég enn á lífi. Nema hvað, ég er ekki fyrsta manneskjan sem fer í gegnum þetta ferli, en ég er bara svo heppin að hafa þennan stuðning. Þær stöllur Kolla, Marta og Lilja passa okkur eins og börnin sín og svo eru spariguggurnar svo miklar eðaldömur að það hálfa væri nóg. Lilja hefur ítrekað minnt mig á að borða meira og oftar en mér reynist soldið erfitt að fylgja því. Síðustu 2 ár hef ég fastað 2svar í viku (5:2)og líður mjög vel með því en ég hugsa að ég setji það á "hold" þessar 12 vikur. Ég er svo mikið að reyna að vanda mig í mataræðinu, sætindi og kökur eru ekki minn veikleiki, en salöt(þá meina ég mæjó), góð brauð, fallegur matur og kartöflur í ýmsum útfærslum úff ...hættu nú. Ég má auvitað alveg borða fullt af góðum og fallegum mat en bara minna af öllu/flestu. Svo er annað... ég var soldið búin að kvíða fyrir harðsperrunum en þetta er svo dásamlega gott/vont og svo er auðvitað foamflex rúllan mín alveg að standa sig. Ég finn líka þrekið aukast, fékk reyndar kvefpest og er búin að vera raddlaus í 4 daga en það er kannski bara gott fyrir ættingja og vini. Eitt að lokum, Vefja frænka hefur bara verið mjög stillt. Góða helgi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Hafsteinsdóttir

Höfundur

Bára Hafsteinsdóttir
Bára Hafsteinsdóttir
Ég er 53 gömul kona sem tek þátt í lífsstílsbreytingu með frábærum hópi kvenna og er kaldhæðin nautnaseggur sem hef gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1270473
  • ...image

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband