Dekur er spariguggu nauðsynlegt.

Oftast er tilhlökkun að fara í ræktina og hitta stelpurnar, hversdagsguggan er þó stundum að reyna að spilla spariguggunni. Æj þú ert nú búin að vera svo dugleg ....átt það alveg skilið að slæpast í sófanum. En duglega ég hef ekki hlustað á hana og alltaf átt góða æfingu sem ég hef sko ekki séð eftir að hafa mætt á. Það er líka töfrum líkast að finna hvernig þol og styrkur eykst og á ekki lengri tíma en þetta.

Ég þarf soldið að passa mig að gleyma ekki millimálunum og kannski vegna þess að mér hefur ekki endilega fundist það skipta svo miklu máli. En staðreyndin er sú eftir að hafa skoðað þetta vel, er að ég er betur undir átök búin eins og æfingu eða bara langan og strembin vinnudag ef ég passa að nærast vel. Mér finnst samt mjög gott að fasta (5:2) eins og fram hefur komið, en á meðan ég er að auka brennsluna og venjast nýjum lífsstíl ætla ég að sleppa föstunni.

Ég reyni líka að finna mér tíma fyrir dekur og fer oftast í epsomsalt bað eftir æfingar. Hallgrímur Magnússon heitinn læknir ráðlagði mér að nota 2 bolla af saltinu og 2 msk af góðum matarsóta í vel heitt bað og liggja í því í 20 mínútur, ég set líka 10 dropa af Lavander olíu í, svo nota ég tímann á meðan ég ligg í baðinu og set á mig góðan Lancôme maska. Þetta gerir kraftaverk fyrir þreytta kroppa og svo sefur maður svo vel á eftir.
...mér þætti ofurvænt um að þið sem nennið að lesa þessar hugleiðingar skilduð eftir ykkur spor.....bara lítið "kvitt" er alveg nóg kiss

 

Eigið góða ræktarhelgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Hafsteinsdóttir

Höfundur

Bára Hafsteinsdóttir
Bára Hafsteinsdóttir
Ég er 53 gömul kona sem tek þátt í lífsstílsbreytingu með frábærum hópi kvenna og er kaldhæðin nautnaseggur sem hef gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1270473
  • ...image

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband