Færsluflokkur: Lífstíll

Vonbrigði&gleði

4 vikur búnar og sú 5 hálfnuð og komið að fyrstu mælingu. Ég vissi svo sem ekki alveg hverju ég átti von á, vonaði auðvitað að kílóin væru fokin, það er svona þessi klassíski mælikvarði sem maður horfir mest á. Mælingin samanstendur af vigtun, ummálsmælingu og fitumælingu (klípa).

Fyrst var helvítis vigtin. Þvílík vonbrigði...1,6 kg farin hvurslags aumingja gangur er þetta? Svo ummálsmælingin...14 cm í heildina, fitumælingin síðust og hún sýndi - 5.41% í fitumassa. Útkoman hjá mér er semsagt að ég er fljót að byggja upp vöðva um leið og fitan bráðnar. Bræddi 5,6 kg af fitu og bjó til 3,6 kg af vöðvum.

Ég ætla að vera sátt við þetta og reyna að hætta að hugsa um kílóin. Annars eru vikurnar búnar að vera ævintýri líkast, ég byrjaði hjá kíropraktor í síðustu viku, hjá Kíropraktor stofu Íslands sem er í Sporthúsinu. Bobby (kíropraktorinn) ætlar að reyna að losa mig við tennis olnbogann og laga verk sem ég er með í mjöðm, Kann svosem ekki að útskýra það betur en mig hefur lengi langað að prófa þetta. Það er svo vel um okkur hugsað og fyrir öllu séð, heildverslunin Celsus ehf, færði okkur stóran bætiefnapakka sem innihélt: magnesium, spírulínu, astazan og essential greens til að hjálpa okkur í gegnum þetta verkefni. Svo eru Lilja, Marta María og Kolbrún Pálína alltaf á kantinum til að hvetja okkur.

La vie est belle eða lífið er ljúft og Pollíana segir mér að ég sé búin að vera að safna þessum kílóum í mörg ár og það sé ekki raunhæft að þau hverfi á 4 vikum. Ást&friður.


Um bloggið

Bára Hafsteinsdóttir

Höfundur

Bára Hafsteinsdóttir
Bára Hafsteinsdóttir
Ég er 53 gömul kona sem tek þátt í lífsstílsbreytingu með frábærum hópi kvenna og er kaldhæðin nautnaseggur sem hef gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1270473
  • ...image

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband