Nýtt upphaf

Ferðalög hafa alltaf heillað mig og ég er svo heppin að geta stundað það nokkuð vel. Núna er ég hinsvegar að fara í 12 vikna ferðalag með hóp sem ég þekki ekki neitt, semsagt lífsstílsbreytingu með fagmönnum. Marta María hjá Smartlandinu góða hringdi í mig og tjáði mér að ég hefði verið valin úr hópi umsækjanda ásamt 4 öðrum spariguggum til að taka þátt í lífstílsbreytingu með Smartlandinu og Sporthúsinu. Ég sótti auðvitað sjálfviljug um en átti ekki sjéns í mínum huga. Hvað ég er heppin....og spennt, en líka pínu kvíðin því mér hefur gengið illa síðustu 10-15 ár að setja hreyfingu inn í minn lífsstíl. Ég er með vefjagigt og sú frænka skemmir mikið fyrir mér. Ég á ekki von á að ég geti sagt henni (vefjagigtinni) upp, en er að vona að ég geti platað hana og náð að gera hreyfingu að fíkn og þar með minnkað áhrif þessa sjúkdóms þannig að ég verði barasta hrikalega hraust. Fyrsta æfing var í gærkvöldi með Lilju Ingvadóttur einkaþjálfara, ég er langelst í hópnum (fékk titilinn yfirsparigugga) og tók ekki alveg eins vel á og hinar. Nóttin var pínu erfið vefja frænka lét á sér kræla en með hjálp foamflex rúllunar minnar náði ég að sofa ágætlega, ég er ekki að grínast með þessa rúllu hún hreinlega bjargar mér...ég meira að segja tek hana með mér til útlanda. En nóg í bili, er í fríi í dag og er að fara í hairdo...og ætla í göngutúr seinnipartinn.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlakka til að leika við þig næstu 12 vikurnar😀

Erla (IP-tala skráð) 23.9.2015 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bára Hafsteinsdóttir

Höfundur

Bára Hafsteinsdóttir
Bára Hafsteinsdóttir
Ég er 53 gömul kona sem tek þátt í lífsstílsbreytingu með frábærum hópi kvenna og er kaldhæðin nautnaseggur sem hef gaman af lífinu.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1270473
  • ...image

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband